Guðmundur Lambertsen

Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : Reykjavík

Guðmundur Lambertsen

Guðmundur Lambertsen fæddist í Reykjavík árið 1880.

Maki: 1921 Brynjólfnýja Ásmundardóttir f. 1890 í N. Þingeyjarsýslu.

Börn: 1. Margrét 2. Guðmundur 3. Níels

Guðmundur var sonur Guðmundar Lambertsen kaupmanns í Reykjavík og seinni konu hans, Margréti Steinunni Björnsdóttur. Bæði féllu þau frá þegar Guðmundur var barnungur. Hann var fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1903 og fór vestur í Vatnabyggð í Saskatchewan. Þar nam hann land nálægt þorpinu Foam Lake. Hann vann það næstu fjögur árin, flutti svo þaðan til Winnipeg. Þar vann hann hjá gullsmið nokkur ár en 1911 keypti hann skartgripaverslun í Glenboror og rak hana með miklum myndarskap á næstu árum. Brynjólfnýja fór vestur sama ár með foreldrum sínum, Ásmundi Sigurðssyni og Ingibjörgu Jósefsdóttur sem settust að í Glenboro.