Guðmundur Þorkelsson

ID: 4673
Fæðingarár : 1900

Guðmundur Þorkelsson fæddist í Rangárvallasýslu 7. október, 1900.

Maki: 17. maí, 1935 Una Katrín Jónsdóttir f. 16. janúar, 1912, d. 13. febrúar, 1956.

Börn; 1. Guðmundur Howard f. 12. október, 1936 2. Arthur Leo f. 18. maí, 1938 3. John Richard f. 19. júní, 1942.

Guðmundur flutti til Vesturheims árið 1913, með móður sinni, Jóhönnu Ámundadóttur og stjúpföður, Jónasi Jónassyni. Þau fóru til Manitoba. Þegar Guðmundur hafði aldur til, stundaði hann fiskveiðar í ýmsum vötnum í fylkinu. Einnig vann hann við húsamálun, bæði í Selkirk og Winnipeg. Hann var söngmaður góður, söng í íslenska karlakórnum í Winnipeg í áratug. Hann flutti vestur til Vancouver árið 1938 þar sem hann bjó til æviloka. Var húsamálari þar í borg. Una var dóttir Jóns Howardssonar og Maríu Bjarnadóttur í Vancouver.