Helgi Björnsson

ID: 13595
Fæðingarár : 1887
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1951

Helgi Björnsson og Margrét Guðmundsdóttir Mynd WtW

Helgi Björnsson fæddist í N. Múlasýslu árið 1887. Dáinn í Lundarbyggð árið 1951.

Maki: 1913 Margrét Guðmundsdóttir f. 1894 í Kjósarsýslu, d. í Lundarbyggð árið 1976.

Börn: 1. Guðmundur Helgi f. 1914, d. 1978 2. Karl Vidalin f. 1918 3. Björn f. 1922 4. Svava Emily f. 1926 5. Ásta Kristín f. 1930.

Helgi flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1905 og settist að í Lundarbyggð. Margrét fór vestur þangað árið 1910. Þau bjuggu alla tíð í byggðinni.