Ingibjörg J Jónsdóttir

ID: 17165
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887

Ingibjörg Jóhanna Jónsdóttir fæddist á Gimli í Nýja Íslandi 17. júní, 1887.

Maki: Sigurður Ólafsson f. í Rangárvallasýslu 14. ágúst, 1883, d. 21. mars, 1961 í Winnipeg. Rev. Sigurdur Olafsson vestra.

Börn: 1. Carl Jóhann f. 13. september, 1924 2. Jón Ólafur f. 6. desember, 1925.

Ingibjörg var dóttir Jóns Péturssonar bónda á Aóleyjarlandi nærri Gimli í Nýja Íslandi og konu hans Steinunnar Jónsdóttur. Ingibjörg ólst upp í Nýja Íslandi, lauk kennaraprófi árið 1907 og kenndi m.a. í Arborg og á Gimli. Sigurður fór einsamall vestur til Winnipeg árið 1902 og vann við veiðar á Winnipegvatni fyrsta veturinn. Fór vestur til Seattle vorið 1903 og vann þar við eitt og annað til ársins 1910. Þá settist hann á skólabekk í Portland í Oregon. Hann lauk guðfræðinámi þar árið 1914, var vígður prestur 14. febrúar, 1915 og ráðinn prestur í Blaine sama ár. Þjónaði á Gimli frá 1921-1929, í Arborg og Riverton 1929-1940 og loks í Selkirk 1940-1958 .