Jóhanna S Högnason

ID: 16811
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1881

Jóhanna Þórunn Snorradóttir fæddist í Minneota í Minnesota 21. desember, 1881.

Ógify.

Barnlaus.

Jóhanna var dóttir Snorra Högnasonar og Vilborgar Jónatansdóttur, sem vestur fluttu árið 1877 og settust að í Minneota í Minnesota.  Þar lauk Jóhanna miðskólanámi og innritapist í Gustavus Adolphus College í St. Peter  í Minnesota. Þaðan lauk hún B.S. námi árið 1907. Við tóku svo sumarnámskeið í University of Minnesota og Columbia University. Hún var kennari í miðskóla 1907 til 1912 og það ár varð hún skólastjóri til ársins 1919. Hún var ráðin kennari og umsjónarmaður í landbúnaðardeild University of Minnesota 1919-1950.