Jón Sölvason

ID: 6028
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Jón Sölvason fæddist í Skagafjarðarsýslu 18. ágúst, 1864.

Maki: 1) Kristín Sigurðardóttir sem var dóttir Sigurðar Bjarnasonar og Sigríðar Bjarnadóttur landnema í Pembinabyggð í N. Dakota. Dáin 1899. 2) 1902 Björg Sveinsdóttir f. 25. apríl, 1871 í Skagafjarðarsýslu.

Börn: Með Kristínu: 1. Sigurjón 2. Vilbert 3. Kristín. Með Björgu 1. Sveinsína Sigurrós 2. Violet 3. Herbert William.

Jón fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með móður sinni og stjúpföður og systkinum. Þau bjuggu fyrst þar í borg í tvö ár, settust því næsta að í Víðirnesbyggð í Nýja Íslandi og þaðan í Hallsonbyggð í N. Dakota um 1880. Björg fór vestur um haf með Gísla bróður sínum til Winnipeg í Manitoba, hann fór til Nýja Íslands en hún suður í Pembinabyggð í N. Dakota. Stuttu seinna flutti hún til Grand Forks og þar gengu þau í hjónaband. Árið 1904 fluttu þau vestur að Kyrrahafi og keyptu land í Marietta.