Jón Tómasson

ID: 1341
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : Árnessýsla

Jón Tómasson fæddist í Árnessýslu árið 1856.

Maki: Svava Ásmundsdóttir f. í N. Þingeyjarsýslu árið 1875.

Jón fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886 með foreldrum sínum og systkinum. Þau fluttu í Þingvallabyggð og þaðan fór Jón með fjölskyldunni 1893 í Big Point byggð. Þar nam hann land og hóf búskap en flutti þaðan vestur í Big Grass byggð árið 1900 þar sem hann bjó með konu sinni til ársins 1903. Þá fluttu þau vestur að Kyrrahafi.