Kristján Skarphéðinsson

ID: 2243
Fæðingarár : 1886
Dánarár : 1947

Kristján Skarphéðinsson Mynd VÍÆ IV

Kristján Skarphéðinsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 5. september, 1886. Dáinn í Selkirk í Manitoba 11. febrúar, 1947. Kristján S Pálsson vestra.

Maki: 1. september, 1908 Ósk Ingibjörg Klemensdóttir f. 10. september, 1885 á Íslandi. Dáin í Manitoba 18. desember, 1961. Ingibjörg Pálsson vestra.

Börn: 1. Ingibjörg f. 10. júlí, 1910 2. Pálína f. 6. maí, 1912 3. Kristján 4. Alive Aðalheiður 5. Margaret, öll fædd í Selkirk í Manitoba.

Kristján flutti vestur til Winnipeg árið 1897, með móður sinni Sigurbjörgu Helgadóttur. Albróðir hans Páll S Pálsson skáld, fór vestur samferða tónlistarmanninum Jónasi Pálssyni árið 1900.  Páll tók strax föðurnafn Jónasar því öllum var ljóst að nafnið Skarphéðinn færi illa í munni enskumælandi. Fór Kristján að ráði Páls. Hann var með móður sinni í Winnipeg til ársins 1908, flutti þá í Selkirk þar sem hann bjó alla tíð. Hann vann við járnbræðslu, síðustu ár sín hjá Selkirk Rolling Mills. Ósk Ingibjörg var dóttir Klemens G Jónassonar og Ósk Ingibjargar Jónsdóttur og flutti með þeim vestur árið 1886.