
Kristjana og Þorsteinn Eastman Mynd VÍÆ V

Friðþjófur Snidal og Kristjana Mynd VÍÆ V
Kristjana Jónína Þórdís Kristjánsdóttir fæddist á Seyðisfirði í S.Múlasýslu 12. apríl, 1899. Dáin 8. febrúar, 1978. Fjeldsted og seinna Snidal og Eastman.
Maki: 1) Friðþjófur Edward Snidal f. 26. júní, 1893, d. 28. janúar, 1962 2) 1965 Þorsteinn Bjarnason Eastman f. árið 1900 á Big Point í Manitoba, d. 24. Febrúar, 1977.
Barnlaus. Þorsteinn átti tvö börn með fyrri konu sinni og gekk Kristjana þeim í móðurstað: 1. Elín 2. Karl.
Kristjana flutti til Vesturheims árið 1903 með foreldrum sínum, Kristjáni Fjeldsted og Guðbjörgu Jónsdóttur. Þau bjuggu fyrstu fjögur árin í Winnipeg, flutt þaðan á eigið land í Lundarbyggð. Árið 1920 settist fjölskyldan að á Lundar. Kristjana lærði kjólasaum í Winnipeg og vann einhvern tíma þar í borg. Flutti seinna til Lundar þar sem hún tók að sér póstafgreiðslu og símastörf. Tók virkan þátt í störfum Lútherska safnaðarins í bænum, söng í kór hans og kenndi í sunnudagaskólanum. Var virk í ýmsum öðrum félögum í Lundar.
