Páll Þorsteinsson

ID: 1550
Fæðingarár : 1865

Páll Þorsteinsson fæddist 22. apríl, 1865 í V. Skaftafelssýslu.

Maki: Oddný Árnadóttir f. 4. maí, 1867 í V. Skaftafellssýslu.

Börn: 1. Þorsteinn 2. Árni 3. Helga Sigríður 4. Pálína Þóra 5. Klemens.

Páll og Oddný ólust að nokkru leyti upp saman í Norður-Vík í Mýrdal. Þau fóru saman til Vesturheims 1888, ári á eftir fósturbróður sínum í Norður-Vík, Helga Þorsteinssyni. Páll og Oddný fóru til Viktoría á Vancouver-eyju þar sem Helgi og verðandi kona hans, Dagbjört voru komin. Saman fóru fjórmenningarnir út á Point Roberts skagann, reisti sér þar hús og bjuggu undir sama þaki. Helgi og Páll tóku saman 80 ekrur og unnu það saman. Margrét J. Benediktsson skrifaði um Pál í Almanakið 1925 og sagði:,,Páll hefi nú laglegt bú og gott heimili.  Hann var fyrsti maður á Point Roberts að leggja sig við berjarækt að nokkurum mun, sem verzlunarvöru og lukkaðist ræktunin vel. Páll er skýar maður, yfirlætislaus og drengur hinn bezti. Hann er góður söngmaður og spilar á orgel, hefir stýrt söng tangarbúa við guðþjónustur og þ.h. Sjálflærður mun hann í þeirri grein og aðeins hæfileikar og söngþrá komið honum áfram  í þeirri list.“