Sigurður Bárðarson

ID: 2560
Fæðingarár : 1851
Fæðingarstaður : Hnappadalssýsla

Sigurður Bárðarson Mynd IPC

Sigurður Bárðarson fæddist 12. júní, 1851 í Hnappadalssýslu.

Maki: 1) Ingiríður Eiríksdóttir f. 1851 í Mýrasýslu d. c.1884 2) 1888 Guðrún Davíðsdóttir f. 19. desember, 1855 í Hnappadalssýslu.

Börn: Með Ingiríði 1. Eiríkur f. 31. desember, 1874 2. Solveig f. 1875 3. Bárður f. 1876 4. Skarphéðinn f. 1877 5. Helgi f. 1879 6. Árni f. 1880. Með Guðrúnu vestra 1. Sigrún 2. Leó Breiðfjörð 3. Otto Vatne.

Sigurður fór einsamall vestur til Winnipeg og fékk þar vinnu við trésmíði. Hann hafði eitthvað fengist við lækningar á Íslandi (hómópati) og ekki leið á löngu þar til hann fékkst við það eingöngu í Manitoba. Hann hafði komið börnum sínum sex fyrir á ýmsum bæjum á Íslandi, borgaði með þeim meðlag ár fram í tímann og ætlaði svo að sækja þau. Ekki fór til Íslands en börnin komu vestur á næstu árum. Guðrún fór til Ontario í Kanada árið 1881 og var þar til ársins 1883 en þá flutti hún til Winnipeg.  Þau fluttu til Blaine í Washington árið 1906 og bjuggu þar síðan.