Sigurður Jónsson

ID: 4402
Fæðingarár : 1852
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla

Sigurður Jónsson fæddist í Barðastrandarsýslu 28. maí, 1851. Dáinn í Lundarbyggð 7. september, 1937.

Maki: 1) 1878 Þorbjörg Þorsteinsdóttir f. 1871, dó í Seyreville í New Jersey á síðasta áratug 19. aldar. 2) Margrét Þorsteinsdóttir f. í Árnessýslu árið 1852.

Börn: Með Þorbjörgu 1. Sigurbjörg f. 1881 2. Kristín f. 1882 3. Bergsveinn f. 1883 (Bergur) 4. Jón Þorsteinn f. 1885. Margrét átti Jónínu Sigríði f. 1884 og Eyjólf f. 1886.

Sigurður og Þorbjörg fóru vestur um haf árið 1888 og komu til New York 11. júlí. Fóru til Seyreville í New Jersey þar srm þau bjuggu næstu árin. Eftir lát Þorbjargar flutti Sigurður vestur til Manitoba  árið 1899 og nam land í Lundarbyggð. Þaðan lá leiðin í Narrowsbyggð en eftir fáein ár þar sneri hann til baka í Lundarbyggð. Margrét fór vestur til New York með manni sínum, Jónasi Guðmundssyni árið 1887.