Sigurður Sigmundsson

ID: 20463
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1899

Sigurður Sveinbjörn Sigmundsson fæddist í N. Dakota 10. mars, 1899. Laxdal vestra.

Maki: Jórunn Þorsteinsdóttir Gauti f. 4. október, 1908 í N. Dakota.

Börn: 1. Glen Arnold f. 10. desember, 1930 2. Sidney f. 17. október, 1937 3. Norman f. 26. september, 1941.

Sigurður var sonur Sigmundar Sigurðssonar og Sigríðar Jónatansdóttur, sem vestur fluttu árið 1888 og settust að í Garðar í N. Dakota. Jórunn var dóttir Þorsteins Jónssonar og Áslaugar Jónsdóttur, sem bjuggu í sex ár í Pembina, N. Dakota en fluttu 1914 í Vatnabyggð og bjuggu nálægt Wynyard. Sigurður og Jórunn hófu búskap í Vatnabyggð en fluttu svo til N. Dakota árið 1935 og bjuggu þar síðan.