Sigurður Thorarensen

ID: 20642
Fæðingarár : 1849
Dánarár : 1923

Sigurður Gíslason fæddist í A.-Skaftafellssýslu 31. ágúst, 1849. Dáinn á Betel í Gimli 14. desember, 1923. Thorarensen vestra.

Maki: Solveig Jóhannesdóttir f. í Húnavatnssýslu, 6. júlí, 1873, d. í Selkirk, Manitoba 25. febrúar, 1955.

Börn: 1. Sigríður Jakobína Jórunn f. 22. september, 1901 2. Ingunn Valdena Elízabeth f. 21. febrúar, 1903.

Sigurður var sonur Gísla Thorarensen, prests og Ingibjargar Pálsdóttur. Hann nam í Lærða skólanum í Reykjavík árin 1868-1870. Gerðst svo kennari og kenndi fyrst í barnaskólanum á Eyrarbakka frá 1878-1881 og seinna í barnaskóla Akranes 1883-1884.  Hann flutti til Manitoba árið 1889 og varð skólastjóri nýja barnaskólans á Gimli sama ár. Hann var músíkalskur, stofnaði söngfélagið Gígjan á Gimli, lék á orgel og kenndi tónlist eftir aldamótin 1900.