
Guðrún Aðalsteinsdóttir og Sófónías Guðmundsson Mynd WtW
Sófónías Guðmundsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1880. Soffanias Hafstein vestra. Dáinn í Saskatchewan árið 1962.
Maki: 1901 Guðrún Aðalsteinsdóttir fædd í Dalasýslu 7. júlí, 1879, d. í Saskatchewan árið 1953. Skrifaði sig stundum Brynjolfson vestra.
Börn: 1. Emily 2. Gudmundur 3. Margaret 4. John 5. Olla 6. Margaret.
Sófónías fór með foreldrum sínum, Guðmundi Hafsteinssyni og Björgu Jónsdóttur, vestur árið 1883, aðeins þriggja ára. Þau fóru til Winnipeg og þaðan í Mountain í N. Dakota. Þar ólst Sófónías upp, flutti norður til Winnipeg þegar hann hafði aldur til og fékk vinnu. Guðrún var dóttir Sigfríðar Sigurðardóttur og Aðalsteins Brynjólfssonar. Þær mæðgur vorum lengstum í Rauðseyjum hjá Jóni Jónssyni og fóru vestur með honum árið 1898. Þau fóru í Lundarbyggð þar sem Sófónías og Guðrún kynntust. Þar bjuggu þau á sinni jörð til ársins 1907 en þá fluttu þau til Maidstone í Saskatchewan. Þar námu þau land og bjuggu alla tíð.
