ID: 14560
Fæðingarár : 1861
Dánarár : 1933
Sveinn Jónsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 14. mars, 1861. Dáinn í Bellingham í Washingtonríki 25. desember, 1933.
Maki: 8. nóvember, 1924 Þorbjörg Árnadóttir f. í Mjóafirði 20. október, 1875.
Börn. Sveinn eignaðist barn með Ragnhildi Johnson í N. Dakota, sem Ólafía hét. Sú lést í spönsku veikinni árið 1918.
Sveinn var sonur Jóns Sveinssonar og Helgu Grímsdóttur. Hann flutti vestur með föður sínum og seinni konu hans, Jóhönnu Jóhannesdóttur. Sveinn vann fyrstu árin hjá bændum í Manitoba en settist svo að í N. Dakota og var ráðsmaður hjá ekkjunni Ragnhildi Johnson. Árið 1923 flutti hann vestur að Kyrrahafi.
