ID: 14808
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Þórólfur Vigfússon fæddist 18. mars, 1858 í S. Múlasýslu.
Maki: 1886 1) Margrét Richardsdóttir d. 1895. 2) Ólafía Þorsteinsdóttir
Börn: 1. Þórhalla f. 1885 Með Margréti 1) Valgerður. Með Ólafíu 1. Þorsteinn f. 1897 2. Þórunn f. 1900
Þórólfur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1903, Ólafía fór vestur þangað árið 1905. Þau bjuggu í Winnipeg fyrstu árin en fluttu þaðan til Gimli þar sem Þórólfur stundaði fiskveiðar. Árið 1912 fluttu þau norður á Elm Point við Manitobavatn og bjuggu þar í 22 ár. Ólafía lést um það leyti og var Þórólfur þá orðinn sjóndapur, nærri blindur.
