Thorsteinn Ólafsson

ID: 20604
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1899
Dánarár : 1961

Thorsteinn Ólafsson Mynd VÍÆ IV

Þorsteinn Jónsson fæddist í Winnipeg 28. júní, 1899. Dáinn í Manitoba 31. janúar, 1961. Thorsteinn (Stony) Ólafsson vestra.

Maki: 24. júní, 1923 Vilhelmína Þóra Þorvaldsdóttir f. 20. febrúar, 1899.

Börn; 1. Barbara Rose f. 2. nóvember, 1927 2. Catherine Joan f. 20. mars, 1930.

Þorsteinn var sonur Jóns Ólafssonar og Sigríðar Jónsdóttur er vestur fluttu til Winnipeg árið 1893. Þorsteinn flutti með þeim þaðan árið 1911 til Leslie í Saskatchewan. Vilhelmína var dóttir Þorvaldar Þorvaldssonar frá Kelduskógum í S.-Múlasýslu og konu hans, Gróu Jónsdóttur. Þorsteinn vann í verslun föður síns í Leslie en árið 1930 gerðist hann kornkaupmaður í þorpinu og vann fyrir Federal Grain Ltd. Árið 1947 varð hann forstjóri Grass Seed Cleaning Plant. Árið 1953 flutti hann til Winnipeg þar sem hann var ráðinn forstjóri Construction Department og ári seinna yfirumsjónarmaður sama félags í North Battleford. Loks varð hann einnig yfirumsjónarmaður félagsins á svæðinu umhverfis Regina í Saskatchewan.