Helga Arnbjarnardóttir

ID: 6734
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1923

Helga Arnbjarnardóttir fæddist í Árnessýslu 20. apríl, 1857. Dáin í Winnipeg 10. janúar, 1923. Skrifaði sig og börn sín Johnson vestra.

Maki: 1) Lýður Þórðarson, þau skildu 2) Jón Jónsson fór vestur en sneri aftur til Íslands og settist að á Sauðárkrók.

Börn:  Með Lýð 1. Guðmundur 2. Þórður. Fóru ekki vestur. Með Jóni: 1. Páll f. 1889 2. Engilráð d. í æsku 3. Jón Lúther f. 20. janúar, 1895 4. Engilráð Kristín f. 7. apríl, 1896 5. Elín Sigríður f. 10. apríl, 1898 6. Steinunn tvíburi, f. 1899, d. 1904. Hinn tvíburinn fæddist andvana.

Helga fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1901 með börn sín Pál, Jón Lúther og Engilráð. Hún fékk vinnu í borginni en fór þaðan eftir fáeina mánuði til Selkirk. Þar kynntist hún Snorra Jónssyni sem nýverið hafði misst konu sína og réðst Helga til hans sem ráðskona. Snorri bjó í Ísafoldarbyggð og þar var Helga með börn sín til ársins 1902 en þá flutti Snorri í Víðirbyggð og hún með. Snorri brá búi og settust þau nú að í Riverton. Helga bjó þar síðan.