Fjóla Jónsdóttir

ID: 20037
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1895

Fjóla Jónsdóttir Mynd VÍÆ IV

Fjóla Jónsdóttir fæddist í Garðarbyggð í N. Dakota 25. desember, 1895. Fjóla J James vestra.

Maki: 10. nóvember, 1945 Roscoe D. James f. í Ohio 6. júní, 1894.

Barnlaus.

Fjóla var dóttir Jóns Jónssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttur, landnema í Garðarbyggð í N. Dakota. Þar ólst hún upp og gekk í skóla í Garðar. Ung flutti hún til Winnipeg þar sem hún var við nám í Success Business College 1921-1921. Hóf störf hjá Columbia Press þar sem bæði Lögberg og Heimskringla voru prentuð. Kenndi um tíma í Success Business College en réðst síðan til lögmannsskrifstofunnar Johnson & Bergman.  Í ágúst, 1926 flutti hún vestur að Kyrrahafi og settist að í Seattle. Bjó þar eftir það.