Bent G Sivertz

ID: 20161
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1905

Bent Gestur Sivertz Mynd VÍÆ IV

Bent Gestur Sivertz fæddist í Victoria 11. ágúst, 1905.

Maki: Barbara Isabel Prael f. í Portland, Oregon 14. febrúar, 1908.

Barnlaus.

Bent var sonur Kristjáns Sigurgeirssonar og Elinborgar S Samúelsdóttur í Victoria.  Hann gekk menntaveginn og lauk BA prófi frá University of British Columbia í Vancouver árið 1940. Síðan tóku siglingar við um heimsins höf og fékk eftir það öll skipstjórnarréttindi. Hann lauk háskólanámi, öðlaðist kennararéttindi og var um skeið í skólanefnd Vancouver. Árið 1929 gekk hann í kanadíska sjóherinn og kenndi og þjálfaði verðandi yfirmenn og var gerður skólastjóri Officers´Training School í Halifax, NS. 1944-1946. Vann fyrir Kanada í San Francisco 1950- 1957.