ID: 7400
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Eiríkur Helgason Mynd VÍÆ II
Eiríkur Ólafsson fæddist 15. janúar, 1876 í Skagafjarðarsýslu. Skráður Erik Helgason í Kanada.
Maki: 13. október, 1899 Helga Margrét Hallgrímsdóttir f. 1. ágúst, 1874 í Árnessýslu, d. 18. júlí, 1953
Börn: Ólu upp 3 börn: 1. Ágústa Hallgrímsdóttir (systir Helgu) 2. Kristvin Helgason Sveinssonar f. 13. nóvember, 1904 3. Helga Erika Dalmann.
Eiríkur fór vestur með foreldrum sínum og yngri bróður árið 1887 og bjuggu þau fyrst um hríð hjá Þorgrími Jónssyni sem bjó við Íslendingafljót í Nýja Íslandi. Engilráð var systir hans. Voru þar í þrjú ár en fluttu þá til Selkirk. Þangað kom Helga Margrét árið 1893. Eiríkur og Helga fluttu í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1907 og námu land í Kandahar/Dafoe byggð.
