
Kristín Sigfríður mynd VÍÆIII
Kristín Sigfríður Benedictson f. 7. maí, 1899 við Íslendingafljót. Dáin í. 31. janúar, 1929 í Álftavatnsbyggð.
Maki: 1919 Guðni Backman f. 7. nóvember, 1891 Grunnavatnsbyggð í Manitoba. Dáinn 26. mars, 1973.
Börn: 1. Clara Emily f. 8. maí, 1920 2. Haraldur Björgvin f. 28. október, 1921 3. Daniel Hjörtur f. 9. febrúar, 1923 4. Valgerður Eleanor 26. febrúar, 1925 5. Kristján Guðni d. 22. febrúar, 1927.
Kristín var dóttir Sigurbjörns Benediktssonar og Kristveigar Jónsdóttur sem hófu búskap á Finnsstöðum við Íslendingafljót. Guðni var sonur Daníels H. Guðnasonar og Hólmfríðar S. Kristjánsdóttur sem vestur fluttu úr Dalasýslu árið 1887. Guðni stundaði fyrst búskap með föður sínum á jörð hans nærri Clarkleigh. Flutti seinna til Warren.