Edward Gíslason

ID: 20327
Fæðingarár : 1901
Dánarár : 1986

Edward Þórarinsson fæddist í N. Múlasýslu 18. september, 1901. Dáinn á Betel í Gimli 1986. Eddi Gíslason vestra.

Ókvæntur og barnlaus.

Hann var sonur Þórarins Gíslasonar og Friðriku Soffíu Guðnadóttur, landnema í Árfalsbyggð skammt frá Arborg í Nýja Íslandi.  Hann fylgdi í fótspor föður síns, var dugandi bóndi nálægt Arborg. Eddi Gísla, eins og hann var jafnan kallaður varðveitt ætíð íslenskan uppruna sinn, talaði góða íslensku og naut nærveru námsmanna frá Íslandi í Manitobaháskóla. Árið 1982 gaf hann 50.000,00 dollara til Canada Iceland Foundation til viðhalds og eflingar íslenskum menningararfi í Vestur-heimi.