Páll Guðmundsson

ID: 7570
Fæðingarár : 1826
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Páll Guðmundsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1826.

Maki: 1) Solveig Bjarnadóttir d. á Íslandi 2) Sigríður Jónsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu f. 3. janúar, 1833.

Börn: Með Solveigu 1. Jóhann Frímann f. 1857 2. Þorkell f. 1858 3. Kristrún f. 1861 4. Sigurður f. 1864 5. Jón f. 1869.

Páll og Sigríður fluttu vestur til Winnipeg árið 1886 og dvöldu fyrst um sinn hjá Jóhanni Jóhannssyni, syni Sigríðar og konu hans Friðriku Jónsdóttur. Þau voru samferða norður í Mikley árið 1889 og nokkru seinna í Ísafoldarbyggð. Þar byggðu þeir Jóhann og Páll sinn hvorn bjálkakofann á sama landi og nefndu þeir staðinn Sigríðarstaðir í höfuðið á Sigríði, konu Páls og móður Jóhanns. Um 1897 fluttu Páll og Sigríður suður í N. Dakota þar sem tveir synir Páls bjuggu þá.