Guðjón Jóhannsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 8. apríl, 1851. Ísfeld vestra.
Maki: Sigríður Sigurðardóttir f. í Skagafjarðarsýslu 10. maí, 1850, d. 28. ágúst, 1945 á heimili dóttur sinnar Hólmfríðar við Woodroyd í Manitoba.
Börn: 1. Trausti f. 23. júní, 1881 2. Gísli f. 1. júní, 1884 3. Ástvaldur f. 7. nóvember, 1887 4. Sigurður f. 10. júlí, 1890 5. Hólmfríður f. 20. apríl, 1893 6. Árni f. 15. ágúst, 1894.
Sigríður flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með börn sín og settist að í Lundi (seinna Riverton) árið 1900. Guðjón fór vestur þangað frá Íslandi árið 1893 og þá flutti fjölskyldan suður í íslenska byggð í N. Dakota. Þau fluttu þaðan árið 1913 og fór Sigríður norður í Fljótsbyggð og námu synir hennar, þeir Trausti, Ástvaldur og Sigurður allir land í Ísafoldarbyggð. Guðjón og Gísli fóru hins vegar vestur í Vatnabyggð í Saskatchewan þar sem þeir settust að nærri Mozart. Þangað kom Sigríður árið 1918 og þar andaðist Guðjón einhverjum árum síðar.
