William E Kristjánsson

ID: 20369
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1920

William Erling Kristjánsson Mynd VÍÆ I

William Erling Kristjánsson fæddist í Svoldarbyggð í N. Dakota 28. apríl, 1920.

Maki: 1944 á Íslandi Ingibjörg Hermannsdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu 22. júní, 1918

Börn: 1. Frida Kristin f. 15. júní, 1945 2. Erling f. 12. mars, 1951.

William var sonur Kristjáns Tryggva Dínussonar og Hallfríðar Guðbrandsdóttur, landnema í Svoldarbyggð í N. Dakota. Þar ólst hann upp, hlaut þar grunnskólamenntun og fór í framhaldsnám í búvísindum við Oklahoma State University og lauk þaðan B.S. prófi árið 1941. Hélt náminu áfram í Perdue University í Indiana og lauk þar doktorsprófi 1949. Kenndi seinna við ýmsa háskóla. Hann gengdi herþjónustu á Íslandi 1941-44, kynntist þar konu sinni. Hún var dóttir séra Hermanns Hjartasonar á Skútustöðum.