Jón Davíðsson

ID: 7858
Fæðingarár : 1842
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Jón Davíðsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1842. John Davidson vestra.

Maki: 1890 Björg Stefánsdóttir f. 26. september, 1855, d. 17. desember, 1940 við Mountain, N. Dakota.

Börn: 1. Vilhelm (W.M. Davidson) 2. K. D. Davidson 3. Guðbjörg.

Jón flutti vestur til Manitoba árið 1876 0g þaðan til Pembina í N. Dakota eftir 1880. Björg flutti vestur árið 1874 með móður sinni, Sigríði Eyvindsdóttur og hennar manni, Lárusi Björnssyni. Þau voru í Manitoba til ársins 1885, fluttu þá í Akrabyggð í N. Dakota. Jón og Björg fluttu vestur í Mouse-Riverbyggð árið 1892 þar sem Jón nam land við samnefnda á í Meadow sýslu.