Sigurlína Baldvinsdóttir

ID: 7861
Fæðingarár : 1898
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1978

Sigurlína Baldvinsdóttir Mynd ACU

Sigurlína Ingibjörg Baldvinsdóttir fæddist 19. mars, 1898 í Skagafjarðarsýslu. Dáin á Betel í Gimli árið 1878. Johnson vestra.

Maki: Jón James Eiríksson f. 26. september, 1881 í Minneota í Minnesota, d. í Arborg árið 1942. Jon James Johnson vestra.

Börn: 1. Harold Niels f. 26. maí, 1925 2. Hildur Jónína f. 29. ágúst, 1929.

Sigurlína var dóttir Baldvins Jónssonar og Ingibjargar Pálsdóttur, sem fluttu vestur úr Skagafirði árið 1900. Þau fóru suður til ættingja í Milton í N. Dakota og bjuggu þar í tvö ár. Fluttu þaðan norður til Manitoba og námu land í grennd við Arborg.  Jón ólst upp hjá foreldrum sínum Eiríki Jónssyni og Vilborgu Stefánsdóttur í Minneota í Minnesota. Þaðan lá svo leið fjölskyldunnar til Duluth og seinna í Akrabyggð í N. Dakota en 1901 flutti fjölskyldan til Kanada og nam land nærri Arborg í Manitoba. Þar gerðist Jón bóndi og bjó þar síðan.