ID: 20377
Fæðingarár : 1900

Gunnar Erlendsson Mynd VÍÆ I
Gunnar Erlendsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 8. júní, 1900.
Maki: 15. september, 1947 María Violet Jónsdóttir f. 30. desember, 1903, þau skildu.
Barnlaus.
Gunnar ólst upp á æskustöðvum, var í Hvítárbakkaskóla 1917-18 en flutti til Vesturheims um haustið 1920. Hann fór til Winnipeg og hóf þar strax tónlistarnám, lærði píanóleik hjá Jóni Pálssyni þar í borg 1920-26. Sigldi frá Ameríku til Danmerkur og hélt áfram námi í píanóleik, nú hjá Haraldi Sigurðssyni 1927-29. Sneri aftur yil Kanada og þar tók við tónlistarferill. Sjá Atvinna að neðan. María var dóttir Jóns Halldórssonar og Önnu Sigurðardóttur í Winnipeg.