
Eiríka Gunnarsdóttir með Ingibjörgu. Mynd A Century Unfolds
Eiríka Gunnarsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu 5. janúar, 1883. Dáin 8. febrúar, 1963 í Árdalsbyggð. Eirikka (Rikka) vestra.
Maki: 1) 1913 Benjamín Benjamínsson f. árið 1886 í Hnappadalssýslu, d. í Árdalsbyggð árið 1916. 2) 1920 Geirfinnur Magnússon f. 2. febrúar, 1885, d. 2. september, 1956. Geiri Johnson í Manitoba.
Börn: Með Benjamín 1. Gunnar f. 3. nóvember, 1904 2. John Roosevelt Bjerring f. 13. mars, 1908 3. Ingibjörg (Inga) Domina f. 1. júlí, 1914. Með Geirfinni 1. Oddný Júlía f. 28. febrúar, 1921 2. Magnús Benedikt f. 20. ágúst, 1922 3. Aurora Lily f. 2. júní, 1924 4. Sigurjón Jóhannes Ágúst f. 4. júní 1927.
Eiríka flutti vestur til Kanada árið 1900 með foreldrum sínum, Gunnar Guðmundssyni og Veroniku Eiríksdóttur og systkinum. Eiríka varð eftir í Winnipeg þegar foreldrar hennar settust að í Árdalsbyggð, nærri Arborg. Hún var vinnukona á heimilum í borginni, vann svo á þvottahúsi í Winnipeg General Hospital. Flutti í Árdalsbyggð og bjó þar alla tíð.
