
Snjólaug Guðmundsdóttir Mynd IRS
Snjólaug Guðmundsdóttir fæddist í N. Múlasýslu 28. ágúst, 1846. Dáinn á Betel í Gimli 6. júní, 1942. Guttormsson vestra.
Maki: 1889 Jón Guttormsson f. 1842 í N. Múlasýslu, d. í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi 5. febrúar, 1895.
Barnlaus en Jón átti tvo syni, Vigfús og Guttorm, með fyrri konu, Pálínu Ketilsdóttur,
Systir Snólaugar, Margrét og hennar maður, Jón Björnsson fluttu til Vesturheims árið 1876 og settust að í Fljótsbyggð. Móðir þeirra, Guðrún Eyjólfsdóttir flutti vestur árið 1883, samferða Friðrik, syni sínum og hans fjölskyldu. Þau settust að í Minneota í Minnisota. Snjólaug fór til Danmerkur þar sem hún nam við danskan húsmæðraskóla í Kaupmannahöfn. Eflaust frétti hún þar af vesturför móður sinnar og bróður því hún flutti vestur skömmu seinna. Námið í Danmörku kom sér vel, bæði í matargerð og saumaskap í byggðinni við Íslendingafljót.