
Lára Theodórsdóttir Mynd VÍÆ I
Lára Theodórsdóttir fæddist í Selkirk, Manitoba 5. desember, 1917.
Ógift og barnlaus
Lára var dóttir Theodore Thordarson og Steinunnar Sigríðar Jónsdóttur í Vancouver. Hún hafði mikinn áhuga á heilbrigðismálum frá unga aldri. Lærði hjúkrun í St. Boniface Hospital School of nursing árið 1937-40. Vann við hjúkrun í Winnipeg 1940-41 og í Toronto frá 1941 – 1948. Árin 1944-1948 kenndi hún einnig hjúkrun í Torontoháskóla (University of Toronto). Hún flutti svo vestur að Kyrrahafi sumarið 1948 þar sem hún vann hjúkrunarstörf í heilsuverndarstöð í Vancouver til ársins 1954. Ekki lauk ferðalögum hennar þar því það ár flug hún til Egyptalands og vann hjá World Health Organization í Alexandria í tvö ár. Sneri svo aftur til Vancouver 1956 til að halda áfram störfum hjá heilsuverndarstöðinni.