Helga Gísladóttir fæddist árið 1841 í Mýrarsýslu. Dáin árið 1902 í Siglunesbyggð í Manitoba.
Maki: Sæmundur Jónsson f. í Borgarfjarðarsýslu árið 1847. Borgfjörð vestra.
Börn: 1. Jón f. 1866 2. Þorsteinn f. 1874 3. Ingibjörg f. 1880, d. 1902 4. Gísli.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886 og settust að í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Neyddust til að flytja þaðan vegna flóða í Winnipegvatni og settust hjónin að í Argylebyggð ásamt börnunum Ingibjörgu og Gísla. Árið 1892 flutti fjölskyldan í Siglunesbyggð við Manitobavatn og bjó þar til ársins 1902. Ingibjörg, dóttir þeirra hjóna smitaðist af berklum og dó það ár og sömuleiðis Helga móðir hennar. Gíslí tók veikina, náði sér aldrei að fullu. Sæmundur flutti þá þaðan með Gísla og keyptu þeir lönd í Árnesbyggð. Gísli lést ungur maður og þar sem Sæmundur var að eldast tók Jón við búinu en Sæmundur flutti til Winnipeg til Þorsteins, sonar síns.
