Ástríður Árnadóttir

ID: 2001
Fæðingarár : 1824
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1902

Ástríður Árnadóttir fæddist 1824 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin í Saskatchewan 6. ágúst, 1902.

Maki: 1) Guðbrandur Hinriksson, d. fyrir 1870 2) Narfi Halldórsson fæddist í Árnessýslu árið 1841. Dáinn 31. mars, 1911 í Vatnabyggð í Saskatchewan.

Börn: Með Guðbrandi 1. Sigþrúður Guðríður f. 1858 2. Guðmundur f. 1862. Með Narfa 1. Guðbrandur f. 6. júlí, 1869, d. í Foam Lake 15. mars, 1913.

Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1877 og voru þar einhvern tíma. Þaðan lá leiðin til N. Dakota þar sem Sigþrúður Guðbrandsdóttir bjó með sínum manni, Ólafi Guðmundssyni. Sigþrúður var dóttir Ástríðar af fyrra hjónabandi. Þaðan fluttu þau aftur til Winnipeg, dvöldu þar stutt því vorið 1886 fluttu þau í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Fluttu þaðan árið 1899 í Vatnabyggð í Saskatchewan og námu land í Foam Lake byggð.