
Guðrún Ásgeirsdóttir Mynd Hlín, Ársrit íslenskra kvenna í Winnipeg, 1949
Guðrún Ásgeirsdóttir fæddist 17. febrúar, 1868 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin í Winnipeg 23. júní, 1948.
Maki: 4. nóvember, 1894 Finnur Jónsson fæddist í Strandasýslu 6. mars, 1868, d. í Nýja Íslandi 21. janúar, 1955.
Börn: 1. Anna 2. Ásgeir 2. Jón Ragnar.
Finnur flutti vestur til Winnipeg árið 1893, Guðrún fór þangað árið áður. Þau bjuggu í Winnipeg alla tíð þar sem Finnur ritstýrði Lögbergi einhvern tíma og rak eigin bókaverslun. Guðrún vann mikið að félagsmálum Íslendinga í Vesturheimi. Hún kynntist Láru, eiginkonu séra Jóns Bjarnasonar og gekk í kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðarins í Winnipeg, þá vann hún ötullega að kynningu á íslenskum heimilisiðnaði, kembdi ull og spann og sýndi muni. Margar ungar konur nutu aðstoðar hennar og lærðu að prjóna.
