Vigdís I Sigurðsson

ID: 20620
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1932

Vigdís I Bauernhuber Mynd VÍÆ IV

Vigdís Ingibjörg Sigurðsson fæddist 8. mars, 1932 í Manitoba. Bauernhuber í hjónabandi,

Maki: 7. ágúst, 1954 Joseph Bauernhuber, ungverskur uppruni,

Börn: 1. Philip Neil f. 30. nóvember, 1956 2. Bruce Joseph f. 12. júlí, 1960 3. Ingrid Diane f. 3. ágúst, 1961.

Vigdís var dóttir Kristjóns Sigurðssonar og Indiönu Sveinsdóttur  landnemar í Geysisbyggð í Nýja Íslandi. Vigdís gekk í grunnskóla í Árborg og lauk þaðan miðskólanámi 1950. Tveimur árum seinna lauk hún svo kennaraprófi í Winnipeg. Kenndi í grunnskólum í Geysisbyggð og einnig í kvöldskólum (uppgrading school) fyrir fullorðna þar í byggð. Kanadastjórn kostaði stofnun slíkra skóla sem ætlaðair voru til að efla menntun fullorðinna og styrkja þá varðandi atvinnu. Hún tók þátt í stofnun félagsins Geysir Community Club.