ID: 2074
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla

Björn Ólafsson, Þorsteinn í miðju og Franklin, sonur Þorsteins Mynd TSPLD

Guðrún Jónsdóttir Mynd TSPLD
Björn Ólafsson fæddist 14. október árið 1850 í Borgarfjarðarsýslu. Fellsted í Marklandi, Olson vestur á sléttu.
Maki: 1875 Guðrún Jónsdóttir fædd í Borgarfjarðarsýslu 21. ágúst, 1850, d. 4. janúar, 1904
Börn: 1. Guðný f. 1876 2. Þorsteinn f. í Marklandi.
Þau fluttu til Marklands í Nýja Skotlandi árið 1878. Fjölskyldan flutti til Winnipeg árið 1882 og þaðan vestur í Þingvallabyggð í Saskatchewan vorið 1886. Það var svo árið 1893 að þau fluttu á Big Point í Manitoba.
