Þórdís Þorsteinsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu árið 1869. Dáin árið 1948 í Winnipeg.
Maki: 1896 í Winnipeg Filippus Jónsson f. í Rangárvallasýslu árið 1864, d. í Lundarbyggð 1937. Philip Johnson vestra.
Börn: 1. Steinþóra f. 1897 2. Gilbert f. 1899 3. Pauline f. 1901 4. Valtýr (Walter) f. 1903 5. Stefán f. 1907, d. 1908 6. Þorsteinn (Thorstein) f. 1907 7. Laufey f. 1909.
Filippus fór vestur til Winnipeg í Manitoba fyrir 1890 og bjó þar fyrstu árin. Þórdís fór vestur þangað árið 1894 en árið 1890 hafði systir hennar Vilborg flutt þangað vestur. Hún bjó alla tíð hjá systur sinni. Þau fluttu í Lundarbyggð árið 1903 og námu land nærri Otto. Bjuggu þar til ársins 1924 en þá fluttu þau á jörð nærri Lundar. Þegar Filippus féll frá þá flutti Þórdís til Lundar og seinna til Winnipeg þar sem börn hennar bjuggu.
