
Gunnar Friðriksson, Guðrún Helga Jörundsdóttir og dóttir þeirra Jörína Auður Mynd Almanak 1930
Guðrún Helga Jörundsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 15. ágúst, 1868.
Maki: 1894 Gunnar Friðriksson f. árið 1866 í Þistilfirði í Norður Þingeyjarsýslu, d. 21. júlí, 1948.
Börn: Þau áttu 9 börn og náðu 7 fullorðins aldri. 1: Jörína Auður f. 15. apríl 1895 2. Óskar Gunnar f. 18. mars, 1898 3. Björg Margrét f. 23. apríl, 1901 4. Skarphéðinn Kjartan f. 12. nóvember, 1902 5. Svafa Friðrika f. 5. júlí, 1905 6. Guðrún Þyrí f. 6. júní, 1907 7. Stearne Jónas f. 30. júní June, 1930.
Guðrún fór vestur árið 1885 en Gunnar 1887. Hann vann fyrsta árið við járnbrautalagningu, fluttu því næst til Nýja Íslands. 1894 bjuggu þau í Winnipeg, fluttu austur til Ontario og vann Gunnar hjá C.P.R. lestarfélaginu. Fluttu til Winnipegosis árið 1899. Þau hjón tóku virkan þátt í félagslífi Íslendinga í Winnipegosis og nærliggjandi sveitum. Guðrún var forseti þjóðræknisdeildarinnar Hörpu, seinna forseti kvenfélagsins Fjallkonan og á sama tíma forseti lúterska safnaðarins.
