Eiríkur Björnsson

ID: 12061
Fæðingarár : 1851
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1936

Eiríkur Björnsson fæddist 26. janúar, 1851 í N. Múlasýslu. Dáinn í Arborg, Manitoba 16. nóvember, 1936.

Maki: Aðalbjörg Jónsdóttir f. 19. september, 1844, d. í Arborg 10. september, 1933.

Börn: 1. Aðalbjörg f. 22. september, 1877 2. Stefán f. 1882 3. Sveinn Sigurvin f. 13. október, 1885.

Þau fluttu vestur til winnipeg í Manitoba árið 1904 en þar hafði Aðalbjörg, dóttir þeirra sest að árið 1902. Þau bjuggu í borginni fyrstu árin og greiddu götu Sveins, sonar síns með á læknisnámi hans stóð. Fluttu seinna í Arborg þar sem Sveinn var læknir árin 1919-1945. Jóna Marion, dóttir Sveins lýsir afa sínum í grein í A Century Unfold segir hún hann hafa verið ljóðelskandi heiðursman, sem naut þess á sumrin að hlúa að gróðrinum umhverfis hús sonar síns (Sveins) í Arborg, snyrta runna og slá gras.