Eiríkur Jónsson

ID: 12952
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1937

Aftari röð: Jón, Bergljót, Kristín Margrét, Sigurður; fremri röð: Edward, Vilborg, Stefán, Eiríkur, Þorbjorg. Mynd: A Century Unfolds

Eiríkur Jónsson: Fæddur í N. Múlasýslu árið 1850. Dáinn 30.maí, 1937. Skrifaði sig Johnson vestra.

Maki: 1875 Vilborg Stefánsdóttir Fædd 27.nóvember, 1849. Dáin 31.desember, 1930

Börn: 1. Bergljót f. 4.nóvember, 1878.  2. Eiríka f. 1878; d.1895 3. Sigurður f. 30.september, 1880; d. 1939 4. Jón f. 26.september, 1881 5. Edvarð f. 26.apríl, 1886 6.  Kristín Margrét f. 16 mars, 1884 7. Þorbjörg f. 23.júlí, 1888 8. Stefán f. 1889; d. 1904. Vilborg átti fyrir dreng. Hét sá Guðni Hannesson. Þá ólu þau upp dreng, Friðrik Jónasson, betur þekktur vestra sem Friðrik Fljózdal f. 1868.

Fluttu vestur 1878 og settust að í Minneota, Minnesota. Bjuggu þar í 16 ár en fluttu árið 1894 til Duluth í Minnesota þar sem þau bjuggu í fjögur ár áður en þau fóru til Akra í N. Dakota. Árið 1901 fluttu þau til Nýja Íslands og tóku land í Framnesbyggð.