ID: 13108
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Vilhjálmur Guðmundsson fæddist árið 1881 í N. Múlasýslu. William Ogmundson vestra.
Maki: Svava Jónsdóttir f. 2. febrúar, 1880 í N. Múlasýslu.
Börn: 1. Harold f. 1916 2. Frederick f. 1920.
Vilhjálmur flutti vestur til Kanada árið 1893 með foreldrum sínum, Guðmundi Ögmundssyni og Sigríði Þorláksdóttur. Árið 1900 er hann skráður til heimilis í bænum Ballard í King sýslu í Washington og vann þá í sögunarmyllu. Svava kom vestur árið 1883 með móður sinni, Guðnýju Þorleifsdóttur. Þær fluttu vestur í Birch Bay í Washington árið 1888. Móðir Svövu seldi Vilhjálmi og Svövu land sitt og hús eftir 1916.
