Guðmundur Ásmundsson

ID: 13340
Fæðingarár : 1852
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla

Guðmundur Ásmundsson fæddist í N. Múlasýslu árið 1852.

Maki: Ragnheiður Jónsdóttir f. í N. Múlasýslu árið 1866.

Börn: 1. Magnús 2. Elín 3. Gísli 4. Ágúst.

Guðmundur flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Ásmundi Ásmundssyni og Elínu Benediktsdóttur árið 1887. Ragnheiður fór vestur ári síðar með móður sinni, Hildi Jónasdóttur. Guðmundur og Ragnheiður námu land í Geysirbyggð og bjuggu á því nokkur ár en fluttu þaðan til Selkirk. Þar dó Guðmundur.