Björn Jónsson

ID: 13367
Fæðingarár : 1841
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1912

Jakobína situr með Sigríði, þá Þórunn, Jóhannes, Jónína og Björn með Emil. Mynd BROT

Björn Jónsson fæddist í N. Múlasýslu 1. janúar, 1841. Dáinn 2. apríl, 1903 í Nýja Íslandi.

Maki: 8. janúar, 1878 Jakobína Jónasdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1855, d. 1934 í Nýja Íslandi.

Börn: 1. Jónína Solveig f. 1877, d. 1968 2. Þórunn (Tóta) f. 1880, d. 1894 3. Kristján Jóhannes 4. Emil Karl 5. Sigríður Stefanía f.1889 6. Jakob Alexander f. 1892.

Björn og Jakobína voru heitbundin þegar þau fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1877 og þaðan áfram til Nýja Íslands. Þau námu land í Fljótsbyggð og þar gaf séra Jón Bjarnason þau saman í hjónaband í janúar, 1878. Var það fyrsta hjónavígslan í byggðinni. Þau bjuggu þar alla tíð.