Pétur Pálsson

ID: 13409
Fæðingarár : 1844
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1924

Pétur Pálsson: Fæddur 29. ágúst, 1844 á Ánastöðum í Loðmundarfirði í N.Múlasýslu. Dáinn 2. desember, 1924

Pétur Pálsson með barnabarni sínu Ted Arnold. Mynd A Century Unfolds

Maki: 1) Guðrún Jónsdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1843. Dáin 1. apríl, 1878 2) 1882 Guðlaug Magnúsdóttir f. í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu árið 1853. Dáin 1918

Börn: Með fyrri konu 1. Kristján f. 1863 2. Björg f. 1865 3. Guðmundur f. 1869. Með seinni konu 1. Petrún 2. Óskar.

Pétur fór vestur árið 1876 og hélt til Nýja Íslands. Hann tók land í Breiðuvík. Hét það Jaðar. Hann flutti til Gimli árið 1882 og bjó þar í 10 ár. Flutti þaðan í Argylebyggð þar sem keypti land suður af Glenboro en tók jafnframt land í Hólabyggð og flutti á það árið 1893. Bjó þar til ársins 1909 en brá þá búi vegna bágrar heilsu Guðlaugar. Hún kom vestur árið 1876 ásamt barnsföður sínum Jóni Sigurðssyni og syninum Guðjóni, tveggja ára. Ein heimild vestanhafs segir hana hafa átt einn son áður en hún giftist Pétri. Er hann sagður heita Jón M. Johnson. Kona hans var Kristín Jónsdóttir (Arnason) dóttir Jóns Júlíusar. Þau bjuggu á Prince Rubert í B.C.