Guðrún M Jónsdóttir

ID: 13714
Fæðingarár : 1900
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla

Pétur og Guðrún Mynd RbQ

Guðrún Margrét Jónsdóttir fæddist 26. nóvember, 1900 í N. Múlasýslu. 

Maki: Pétur Thorlacius f. 12. janúar, 1886 í Garðarbyggð í N. Dakota, d. í Wynyard 24. desember, 1972.

Börn: 1. Guðrún Irene f. 9. desember, 1920 2. Hallgrímur Jón f. 26. janúar, 1923.

Guðrún flutti vestur til Winnipeg árið 1903 með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur. Þau námu land í Vatnabyggð árið 1907. Pétur ólst upp í Garðarbyggð hjá foreldrum sínum, Hallgrími Thorlacius og Maríu Sigfúsdóttur Bergman. Pétur flutti í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906 og kvæntist þar.