
Einar Bjarnason og María Sigurðardóttir í Milwaukee. Mynd Einkasafn.
Einar Bjarnason fæddist í Árnessýslu árið 1826. Hann dó Á Washingtoneyju 3. desember, 1895. Barneson vestra.
Maki: Helga Sigurðardóttir f. 1832 í Snæfellsnessýslu.
Börn: 1. Ágústa f. 1853 2. Kristín Sigríður f. 1854 3. Ágúst f. 1857 4. Bjarni Sigurður f. 1858 5. Jóhannes Júlíus f. 1859 6. Anna Guðrún f. 1861 7. Kristján Guttormur f. 1863 8. Anna Elínborg f. 1865 9. Karl f. 1866 10. Haraldur f. 1868 11. Anna f. 1869 12. Sigríður f. 1870.
Einar fór vestur til Wisconsin í Bandaríkjunum árið 1871 með börnin sín Kristínu Sigríði og Ágúst og settist að á Washingtoneyju.Helga fór þangað með hin börn þeirra tíu tveimur árum seinna. Þau fluttu úr eynni til Milwaukee árið 1873 en sneru aftur í eyna árið 1882.

Einar Bjarnason skrifaði sig Barneson og fjölskylda hans öll. Þessi steinn prýðir fjölskyldugrafreitinn á Washingtoneyju. Mynd JÞ
