Þuríður Jónsdóttir

ID: 13883
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1925

Þuríður Jónsdóttir fæddist 10. júlí, 1863 á Gautlöndum í S. Þingeyjarsýslu. Dáin á Gimli 28. maí, 1925.

Maki: 22. júlí, 1895 í Duluth:  Helgi Stefánsson f. í S. Þingeyjarsýslu 8. júní, 1865. Dáinn í Saskatchewan 27. apríl, 1916.

Börn: Sigurbjörg f. 13. nóvember, 1897 í Mountain, N. Dakota.

Þuríður var dóttir Jóns Sigurðssonar, alþingismanns á Gautlöndum d. 1889 og konu hans, Solveigu Jónsdóttur d. 1889. Þuríður var send til Danmerkur þar sem hún lærði saumaskap, dönsku og ensku. Eflaust hafa kringumstæður á Gautlöndum eftir lát foreldra sinna verið Þuríði erfiðar og því hafi hún ekki hikað við að flytja vestur ári eftir að unnusti hennar, Helgi fór til Winnipeg. Þuríður fór 15. júní, 1891, hún hafði sent Helga bréf um áætlaðan komudag til Kanada en bréfið var lengi á leiðinni og ekki stóð Helgi á hafnarbakkanum í Quebec. Hún afréð því að fara með vinafólki til Duluth í Minnesota og fékk þar vinnu. Helgi fékk þau tíðindi að Þuríður væri kominn vestur til Duluth og þar bar fundum þeirra saman. Þaðan fluttu þau til Mountain í N. Dakota árið 1895 þar sem þau bjuggu í 10 ár. Þau fluttu í Vatnabyggð í Saskacthewan  og námu land í Wynyardbyggð.  Þuríður flutti til dóttur sinnar í Winnipeg að Helga látnum árið 1916 og seinna til Lundar og loks Gimli.