Guðný Guðmundsdóttir

ID: 14043
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1940

Guðný Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1850. Dáin í Winnipegosis 17. júní, 1940.

Maki: Stefán Friðbjörnsson f. 1839 í N. Múlasýslu, d. á Íslandi.

Börn: 1. Ásgeir f. 1876 2. Ingiríður f. 1883 3. Þórunn f. 1885 4. Guttormína Kristín f. 1891.

Guðný flutti vestur til Winnipeg, ekkja, með Guttormínu árið 1893. Þær fóru til Winnipeg til Ingiríðar, sem þangað fór árið áður. Um hana skrifaði Finnbogi Hjálmarsson árið 1930 í Almanakið:,, Guðný er greindar kona og valkvendi, hún lifir nú hjá þeim Þorsteini og Ingiríði, dóttur sinni nær áttræð að aldri. Hún er fróð um forna tíð, les mikið og hefir góða sjón og minni, spinnur og prjónar mikið meira en ungu stúlkurnar nú á dögum og unir sér vel við rokk og prjóna og mun oft hafa hugleitt erindið það tarna : Úr þeli þráð að spinna.“